Um Time.is
Á Time.is getur þú:
- Fundið út hvað hárrétt klukka er núna á einhverjum af 7 milljón stöðum í heiminum
- Athugað hve rétt klukkan þín er
- Borið saman tíma á mismunandi stöðum
Þú getur einnig fundið:
- Dagatal
- Hvenær sólarupprás og sólsetur er
- Upplýsingar um í hvaða tímabelti staður er
- Upplýsingar um hátíðardaga og helgihald dagsins í dag.
- Lengdar og breiddargráður
- Innbyggt, heilskjás Google Kort
- Íbúafjölda
- Lykilupplýsingar um sérhvert land í heimi
Time.is er vinur fartækja. Það notar lágmarks bandvídd og er hönnunin gerð með litla skjái í huga.
Nákvæmni - samræmd við atómklukku
Time.is is er samræmd atómklukku - nákvæmasta tíma mæli heims. Tíminn sem er sýndur hefur venjulega nákvæmni upp á 0.02-0.10 sekúndur. Nákvæmnin byggir á nettengingunni þinni og hve upptekin tölvan þín er.
Hvað gerir Time.is hárrétt
- Time.is sýnir klukkuna fyrir staðinn sem var numinn (eða valinn), ekki klukkuna í tölvunni þinni.
- Klukka netþjónsins sem Time.is gengur á samræmir sig við atómklukku.
- Time.is stilir sig sjálfkrafa á sumartíma, jafnvel þótt klukkan í tölvunni þinni geri það ekki, ef það á við á staðnum sem þú ert hefur valið.
- Time.is er alltaf uppfærður eftir nýjustu upplýsingum um breytingar á sumartíma og tímabeltum.
- Tíminn sem er sýndur er ekki bara uppfærðu á hverri sekúndu, heldur við upphaf hverrar sekúndu. Margar net klukkur, og jafnvel klukkur sumra stýrikerfa uppfæra sekúnduna á handahófsvöldum tíma innan sekúndunnar og breytist sá tími þegar tölvan er upptekin, sem veldur tveggja sekúndna stökki þegar skekkjan hefur náð upp í sekúndu.
- Ef þú stillir klukkuna í tölvunni þinnu, þá gefur Time.is út endursamræmingu.
- Time.is er hýstur á nútímavæddum, fljótum og sér netþjóni, sem skilar síðunni á lágmarks tíma.
- Kóðinn fyrir Time.is er lítill og nettur, sem lágmarkar töfina sem það tekur síðuna að hlaðast inn og birtast.
- Samræming við Ajax tryggir hámarks nákvæmni.
Fyrirvari
Time.is miðar að því að vera nákvæmasti, áreiðanlegasti og notendavænasti tíma- og tíma tengdum upplýsingagjafi á vefnum. Þótt við gerum okkar besta til að veita réttar upplýsingar, þá berum við enga ábyrgð og notkun upplýsinganna frá Time.is er á eigin ábyrgð. Upplýsingar um fólksfjölda gætu verið úreltar. Ef þú finnur einhverjar villur, vinsamlegast hafið samband!
Þakkir
- Geonames.org fyrir staðsetningargagnagrunn þeirra, sem er með fleiri en 7 milljónir staðanafna
- timekeeper.uio.no fyrir tíma samræmingar
- Matthías Páll Gissurarson fyrir íslenska þýðingu
- ÞÉR fyrir að nota Time.is!
Time.is var búinn til af Even Scharning / Netburn Web Solutions.
Time Traveler clock font by Pål Syvertsen.
Tímabelta gagnagrunnur
Time.is reiðir sig á tímabelta upplýsingar frá IANA Tímabelta gagnagrunninum. Við reynum ávallt að halda Time.is uppfærðri með nýjustu útgáfu IANA Tímabelta gagnagrunnsins. Þegar IANA Tímabelta gagnagrunnurin heldur sér ekki við fyrir nýjustu breytingar á tímabeltum, þá beitum við okkar eigin lagfæringum.
Time.is notar núna útgáfu 2024a IANA tímabelta gagnagrunnsins (án lagfæringa). Síðasta uppfærsla var: 2024-03-09